Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16. apríl 2019 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp fjórar færanlegar kennslustofur og tengigang á lóð skólans nr. 21-25 við Réttarholtsveg. Erindi var grenndarkynnt frá 24. maí 2019 til og með 25. júní 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Magnús Ögmundsson og Heiðrún Aðalsteinsdóttir dags. 17. júní 2019, Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir dags. 20. júní 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. júní 2019. Stærðir: Kennslustofur, pr. hús (4 stk.): 62,7 ferm, 210,9 rúmm, Samtals stærð á húsum: 250,8 ferm., 843,6 rúmm. Tengigangur: 11,7 ferm., 38,6 rúmm. Samtals viðbót á lóð: 262,5 ferm., 882,2 rúmm. Erindi fylgir bréf Umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. apríl 219. Gjald kr. 11.200