breyting á deiliskipulagi
Lindargata 11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 570
22. janúar, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sveins Björnssonar, mótt. 3. nóvember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 11 við Lindargötu. Í breytingunni felst að hækka húsið um ca. 1. metra, byggja viðbyggingu á norðurhlið hússins þar sem komið verður fyrir lyftu- og stigahúsi og breyta notkun hússins úr íbúðarhúsnæði í gistiheimili í flokki IV, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf., dags. 5. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Minjastofnunar dags. 22. október 2015. Tillagan var auglýst frá 9. desember 2015 til og með 20. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hverfisráð Miðborgar, dags. 21. desember 2015 og Rekstarfélag Stjórnarráðsins, dags. 19. janúar 2016.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100991 → skrá.is
Hnitnúmer: 10018420