Að lokinni auglýsingu lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0, vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð er á lóðinni nr. 7 um umferð, sem og heimild til lagnar fráveituheimæðar og annarra lagna, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja er aukið, byggingarreitur bílskúrs á lóð 7B stækkar og heimilt er að fjarlægja bílskúr og reisa innan byggingarreitsins íbúðarhús, kjallara og hæð, allt að 120 fm., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 27. maí 2019. Tillagan var auglýst frá 28. júní til og með 9. ágúst 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Friðrik Þór Stefánsson dags. 8. ágúst 2019, G. Rósa Eyvindardóttir dags. 9. ágúst, Vigdís Pálsdóttir og Örn Úlfar Höskuldsson dags. 9. ágúst 2019 og Helgi Kristinn Grímsson dags. 9. ágúst 2019. Einnig er lagður fram tölvupóstur Jón Þórs Einarssonar og Þóru Elísabetar Kjeld dags. 6. september 2019.