breyting á deiliskipulagi
Grundarstígur 7
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 713
25. janúar, 2019
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 22. janúar 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits, reitur 1.184.0 vegna lóðarinnar nr. 7 við Grundarstíg. Í breytingunni felst að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir Grundarstígur 7 og 7B, kvöð verði um umferð að lóð nr. 7B í gegnum lóð nr. 7, leyfilegt nýtingarhlutfall lóðanna tveggja verði aukið, byggingarreitur bílskúrs sem þá yrði á lóð nr. 7B verði stækkaður til norðurs og bílskúrinn verði rifinn og í hans stað byggt íbúðarhús, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2019. Við þessar breytingar falla úr gildi leyfi til að hækka núverandi íbúðarhús á lóð Grundarstígs 7.
Svar

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101997 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010987