Lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 17.maí 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði, athafnasvæði. Stærð svæðis er um 47 hektarar og markmiðið er að skipuleggja lóðir fyrir gagnaver í samræmi við þau lóðarvilyrði sem hafa verið gefin út í borgarráði, auk þess að koma fyrir öðrum fjölbreyttum atvinnulóðum á svæðinu hvað varðar stærð og umfang í samræmi við skilgreiningu athafnasvæðis í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 o.fl. Sjá nánar lýsingu.