framkvæmdaleyfi
Austurheiðar - Trippadalur
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 850
17. desember, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Dagnýjar Bjarnadóttur dags. 14. desember 2021 um framkvæmdaleyfi vegna lagningu tveggja nýrra reiðleiðatenginga í Trippadal í samræmi við rammaskipulag Austurheiða, samkvæmt uppdr. Dagný Land Design ehf. dags. 22. október 2021. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 1. desember 2021. Jafnframt er lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa 17. desember 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 17. desember 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.