Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. maí 2019 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til málsins þar sem óvíst er hvaða umsagnir liggja fyrir þar sem þær hafa ekki borist stofnuninni s.s. umsagnir Minjastofnunar Íslands, Vegagerðarinnar og Veiðimálastofnunar. Þá vantar önnur gögn og fylgiskjöl eftir því sem við á s.s. frá framkvæmdastjórn Vatnsverndar og skýrsla Mannvist, sem þarf jafnframt að koma fram sem hluti deiliskipulagsins sbr. skilmála á bls. 20. Einnig vantar fyrirvara í skilmála deiliskipulagsins sbr. samkomulag Veitna og Reykjavíkurborgar. Þá bendir stofnunin á að athuga þarf og lagfæra gögn eftir því sem við á, sjá nánar í bréfi stofnunarinnar. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. september 2018.