Millipallur, breyta skyggni í svalir, flóttastiga, stiga innan og lyftu
Fiskislóð 5-9
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 382
10. febrúar, 2012
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 3. febrúar 2012 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að koma fyrir aukainnkeyrslum norðanmegin hússins á lóð nr. 5-9 við Fiskislóð. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna og samgöngustjóra umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn samgöngustjóra umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. febrúar og faxaflóahafna dags. 8. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. febrúar 2012
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

101 Reykjavík
Landnúmer: 197869 → skrá.is
Hnitnúmer: 10075436