Breyting á aðkomu slökkviliðs
Hverfisgata 78
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 598
19. ágúst, 2016
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hverfis ehf. dags. 5. desember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að rífa bakhús og í stað þess verði gert ráð fyrir fjögurra hæða húsi á baklóð ásamt leyfi til að hafa hótel eða gistiheimili á lóðinni, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 5. desember 2013. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 19. maí 2016. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arnar Þór Stefánsson frá LEX lögmannsofu f.h. Vesturgarðs ehf., dags. 15. ágúst 2016 og Edda Björk Ármannsdóttir, Ingólfur Finnbogason og Kristján Pétur Sæmundsson f.h. húsfélagsins við Hverfisgötu 82, dags. 15. ágúst 2016.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101501 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022396