Breyting á aðkomu slökkviliðs
Hverfisgata 78
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 483
14. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Hverfis ehf. dags. 5. varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 78 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að byggðar verði þrjár hæðir ofan á hús sem stendur í bakgarði ásamt leyfi til að hafa hótel eða gistiheimili á lóðinni, samkvæmt uppdr. Gunnlaugs Jónassonar ark. dags. 5. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 17. janúar til og með 28. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðfinna J. Guðmundsdóttir hdl. f.h. Vesturgarða ehf. dags. 27. febrúar 2014. Á fundi skipulagsfulltrúa 7. mars 2014 var málinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Einnig eru lögð fram andmæli Mark Wilson og Kristins I. Jónssonar dags. 13. mars 2014 f.h. eigenda og réttarhafa lóðarinnar að Hverfisgötu 78 við athugasemdum Guðfinnu J. Guðmundsdóttur hdl. f.h. Vesturgarða ehf. dags. 27. febrúar 2014.
Svar

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101501 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022396