Breyting á aðkomu slökkviliðs
Hverfisgata 78
Síðast Engar athugasemdir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 615
6. janúar, 2017
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 9. desember 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta mannvirki úr notkunarflokki 3 í 4, fjölga íbúðum úr 8 í 9, síkka og endurnýja glugga, endurnýja svalir, bæta við svölum á suðurhlið (bakhlið) og útbúa flóttaleið úr kjallara, ásamt áður gerðum breytingum á 1. hæð, í gistihúsi á lóð nr. 78 við Hverfisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2017.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. ágúst 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. ágúst 2016. Sjá erindi BN028998 og BN051282 um niðurrif á bakhúsi. Gjald kr. 10.100
Svar

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. janúar 2017.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101501 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022396