Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. febrúar 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða viðbyggingu sem hýsa mun bílgeymslu og íverurými, fjarlægja álklæðningu utanhúss á kjallara og 1. hæð í húsi á lóð nr. 66 við Sörlaskjól. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. mars 2018 til og með 30. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Halldór Bachmann og Hanna Guðbjörg Birgisdóttir dags. 23. febrúar 2018, Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir og Vésteinn Ingibergsson dags 30. mars 2018 og Ingibjörg Hilmarsdóttir dags. 3. apríl 2018. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.10.2017 við fyrirspurn SN170727. Stækkun: 46,3 ferm., 165,2 rúmm. Gjald kr. 11.000