Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa einbýlishús sem byggt var árið 1920 og byggja í þess stað steinsteypt þriggja hæða hús innréttað sem gistiheimili með tíu gistiíbúðum og aðstöðu fyrir tuttugu næturgesti á lóðinni nr. 6 við Þórsgötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 6. júlí 2012.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. desember 2004, breytt 7. janúar 2005 vegna tveggja fyrirspurnarerinda, BN030488 og BN030563, sem bæði bárust embætti byggingarfulltrúa í nóvember 2004 fylgir erindinu..