breyting á deiliskipulagi
Skriðustekkur 17-23
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 575
26. febrúar, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 12. febrúar 2016 var lögð fram umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar, mótt. 8. febrúar 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1, neðra Breiðholts, vegna húss nr. 19 á lóð nr. 17-23 við Skriðustekk. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir viðbyggingu við suðurhlið húss nr. 19 við Skriðustekk, samkvæmt uppdr. Mannvirkjameistarans ehf., dags. 5. febrúar 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skriðustekk 9, 11, 13 og 15.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.

109 Reykjavík
Landnúmer: 111837 → skrá.is
Hnitnúmer: 10017737