Breyting á aðgengi
Fríkirkjuvegur 11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 611
25. nóvember, 2016
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN049604 sem felst í breytingu á aðgengi að kjallara við sunnanvert húsið á lóð nr. 11 við Fríkirkjuveg. Erindi var grenndarkynnt frá 18. október til og með 15. nóvember 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigrún Valdimarsdóttir, Valdimar Helgason og H. Walter Schmitz, dags. 12. nóvember 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. nóvember 2016.
Sjá ennfremur erindi BN050726. Bréf hönnuða um ábyrgðasvið dags. 05.08.2016 fylgir erindi. Gjald kr. 10.100
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 101973 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010773