Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að smíða á staðnum tengigang og flytja fjórar færanlegar stofur, K103-E, K104-E, K105-E og K106-E frá framleiðanda að hlið Sæmundarskóla á lóð nr. 168 við Gvendargeisla. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. ágúst 2014.
Stærðir : K103-E, K104-E, K105 og K106 er : 320,8 ferm., 1116,4 rúmm. Tvö tengirými: 3,8 ferm., 7,6 rúmm. Tengigangur 11,7 ferm. , 42,1 rúmm.
Gjald kr. 9.500