Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. apríl 2017 þar sem lögð var fram umsókn Ágústs Þórðarsonar, mótt. 31. mars 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 21-23 við Jöklasel. Í breytingunni felst að stækka lóð og fjölga bílgeymslum um eina, samkvæmt uppdr. Ágústs Þórðarsonar, dags. 31. mars 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Zuilma Gabriela Sigurðardóttir, dags 1. ágúst 2017, dags. Jón Bogason og Þórhildur Una Stefánsdóttir, dags. 6. ágúst 2017 og Jakobína Rut Daníelsdóttir, dags. 7. ágúst 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju.