Lögð fram umsókn Alark, mótt. 30. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Fossaleynir, Egilshöll. Sótt er um breytingu á byggingareitum og byggingamagni á reitum D og H. Vegna fyrirhugaðs stærra handboltahúss er sótt um leyfi til að breyta lögun byggingareits H og auka byggingamagn um 3000 m2. Sótt um leyfi til að færa byggingareit D fyrir bílgeymsluhús, til suðurs á lóð, skv. uppdráttum, dags. 17. júní 2016.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Deiliskipulagstillagan verðu auglýst þegar umsækjandi hefur greitt gjald sbr. 7.5. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2015.