breyting á deiliskipulagi
Njálsgata 56
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 701
19. október, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 6. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 56 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að hækka og stækka núverandi byggingu og setja kvisti á þak, breyta byggingarreit til suðurs og byggja þar nýja viðbyggingu á einni hæð með kjallara og svölum á þaki byggingarinnar, rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja bílgeymslu og færist sú bygging u.þ.b. 5,8 metra inná lóðina svo útbúa megi bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. september 2018.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102441 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023424