Að lokinni grenndarkynningu er nú lögð fram að nýju umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 6. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 56 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að heimilt er að hækka og stækka núverandi byggingu og setja kvisti á þak, breyta byggingarreit til suðurs og byggja þar nýja viðbyggingu sem yrði kjallari og ein hæð með svölum á þaki byggingarinnar, rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja bílgeymslu og færist sú bygging u.þ.b. 5,8 metra inn á lóðina svo útbúa megi bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. september 2018. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. ódags. Erindið var grenndarkynnt frá 4. júní 2019 til og með 4. júlí 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún Ólafsdóttir dags. 3. júlí 2019 og Kristinn Júlíusson dags. 3. júlí 2019.