Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn
Arkís arkitekta ehf.
f.h.
Ottó ehf.
, mótt. 27. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg. Í breytingunni felst að skilgreindir eru tveir nýjir byggingarreitir á lóð ásamt byggingarreitur fyrir smáhýsi. Innan byggingarreits fyrir smáhýsi er heimilt að reisa palla og smáhýsi allt að 2.2 metrum að hæð. Einnig er gert er ráð fyrir 6 íbúðum á lóð, en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum á lóð. Jafnframt verða byggingar á lóð nr. 1 við Veghúsastíg fjarlægðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr.
Arkís arkitekta ehf.
, dags. 23. maí 2016. Einnig er lögð fram prófunarskýrsla Mannvits vegna cobraborunar, dags. 9. júní 2016. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Anna Fjeldsted, dags. 14. ágúst 2016, Sigrún Birna Birnisdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Heiða Jóhannsdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Hanna Gunnarsdóttir, dags. 17. ágúst 2016, Steinunn M. Guðmundsdóttir, dags. 17. ágúst 2016 og Þóra Andrésdóttir, dags. 17. ágúst 2016.