Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2022 var lögð fram umsókn Arkís arkitekta ehf. dags. 12. maí 2022 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Í breytingunni felst að friðaður steinbær verður festur í sessi, varðveittur og gerður upp í samráði við Minjastofnun Íslands, heimilt verður að rífa einlyftar byggingar á baklóð og timburhús að Veghúsastíg 1 ásamt því að á tveimur byggingarreitum er gert ráð fyrir sambyggðum húsum í tveimur röðum með mænisþökum á hverri einingu, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 9. maí 2022. Einnig eru lagðar fram skýringarmyndir dags. 31. maí 2016 og Skuggavarp dags. 19. apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1551/2021.