Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. mars 2022 var lögð fram fyrirspurn Ottós A. Michelsen ehf. dags. 24. febrúar 2022 um breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg og nr. 1 við Veghúsastíg sem felst í að skilgreindir eru tveir nýir byggingarreitir á lóð ásamt byggingarreitur fyrir smáhýsi. Innan byggingarreits fyrir smáhýsi er heimilt að reisa palla og smáhýsi allt að 2.2 metrum að hæð. Einnig er gert er ráð fyrir 6 íbúðum á lóð, en ekki er gert ráð fyrir bílastæðum á lóð. Jafnframt verða byggingar á lóð nr. 1 við Veghúsastíg fjarlægðar, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 23. maí 2016 og skýringaruppdráttum dags. 31. maí 2016. Einnig er lögð fram prófunarskýrsla Mannvits vegna cobraborunar dags. 9. júní 2016, umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkurborgar dags. 22. janúar 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands 11. febrúar 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. apríl 2022.