Hótel fl.4 - veitingastaður fl.3
Vegamótastígur 9
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 555
25. september, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Reir ehf. dags. 15. maí 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg. Í breytingunni felst m.a. í að hætt er við að endurreisa gamla steinbæinn á þaki nýbyggingar og hætt er við að færa gamla húsið á Vegamótastíg 9 upp á þak o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. 29. júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 24. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Rut Agnarsdóttir f.h. eigenda að Grettisgötu 3, 3a og 5, Arna Kristín Gísladóttir, dags. 31. ágúst 2015 og Gísli Petersen, dags. 16. september 2015. Einnig er lagt fram bréf Gísla Petersen, Helgu Björnssonar og Rutar Agnarsdóttur dags. 15. september 2015 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti, athugasemd íbúa að Grettisgötu 3, 3a og 5, dags. 21. september 2015, tölvupóstur Landslaga f.h. eigenda fasteigna að Grettisgötu 3, 3A og 5 þar sem farið er fram á lengri athugasemdarfrest og svar/tölvupóstur umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2015. Jafnframt er lögð fram athugasemd Landslaga f.h. Helgu Björnssonar, Rutar Agnarsdóttur og Önna Kristínar Gísladóttur, dags. 24. september 2015.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.