breyting á deiliskipulagi
Hraunteigur 30
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 892
10. nóvember, 2022
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. október 2022 var lögð fram umsókn Gríms Ólafs Eiríkssonar dags. 23. september 2022 ásamt bréfi dags. um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að rífa niður núverandi bílskúr á lóð og byggja þess í stað tvöfalda bílskúr, samkvæmt uppdr. Mannvirkjameistarans ehf. dags. 20. september 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. nóvember 2022.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. nóvember 2022, samþykkt.

105 Reykjavík
Landnúmer: 104574 → skrá.is
Hnitnúmer: 10020607