Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðarinnar nr. 26 við Kvistaland. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum lóðarinnar ásamt því að lögun byggingarreits fyrir leikskólabygginguna breytist og stækkar. Mænishæð er breytt og gert ráð fyrir að hækka þakið, en allar byggingar eru áfram ein hæð. Gert er ráð fyrir sorpgerði austan við leikskólann, innan byggingarreits leikskólans. Byggingarreitur færanlegrar stofu er breikkaður til suðurs. Gert er ráð fyrir hjóla- og vagnageymslu innan lóðar og 30 hjólastæðum, 10 fyrir starfsmenn og 20 fyrir nemendur, ásamt því að núverandi stígur á opna svæðinu er færður út fyrir áætluð lóðamörk, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 23. mars 2022.