Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 15. júlí 2016 var lögð fram umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 15. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóðum að Hólavaði 63-71 samkv. uppdrætti Krark., Kristinn Ragnarsson, dags. 5. apríl 2016. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við glerskálum og geymsluloftum á húsunum. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.