Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2017 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. júní 2017, þar sem stofnunin telur svör skipulagsfulltrúa við framkomnum athugasemdum ófullnægjandi. Einnig gerir stofnunin athugasemd við að deiliskipulagsbreytingunni fylgir engin úttekt á hugsanlegum umhverfisáhrifum skv. gr. 5.4. í skipulagsreglugerð. Erindinu var vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lagt fram skuggavarp KRark, dags. 15. ágúst 2017.