Stækkun - endurnýjun
Unnarstígur 2
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 839
1. október, 2021
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. september 2021 þar sem sótt er um leyfi til að endurgera, m. a. leggja nýtt samfellt þak, jafna gólf og byggja við til norðurs og austurs, gera nýja glugga og hurðir á einbýlishúsi nr. 2A, á lóð nr. 2 við Unnarstíg.
Erindi fylgir þinglýst yfirlýsing um afnot lóðar dags. 18. ágúst 2017 og bréf hönnuðar dags. 3. maí 2021. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2021. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2021. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. ágúst 2021 og umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 16. september 2021.
Stækkun: 20,4 ferm., 140,7 rúmm. Eftir stækkun: 95 ferm., 350,7 rúmm. Gjald kr. 12.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Unnarsstíg 4, Marargötu 6, Öldugötu 29, 30A, 32 og 33 og Bræðraborgarstíg 21C.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynninguna, sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1472/2020.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100641 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001607