Ofanábygging - viðbygging- fjölgun íbúða
Dunhagi 18-20
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 567
18. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 11. desember 2015 var lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Arkitektar ehf., mótt. 24. nóvember 2015, um að byggja við fjölbýlishúsið á lóð nr. 18-20 við Dunhaga. Um er að ræða stækkun á fyrstu hæð ásamt nýjum þriggja hæða íbúðarhluta, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Arkitektar ehf., dags. 24. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektar ehf., dags. 24. nóvember 2015 og viljayfirlýsing D18 ehf. og Samkaups hf. , dags. 2. nóvember 2015 um uppbyggingu verslunarþjónustu að Dunhaga 18-20. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.