Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. febrúar 2017 var lagt fram bréf bygginga- og skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps, dags. 1. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um lýsingu sem var gerð í tengslum við endurskoðun á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 í samræmi við 30.gr.skipulagslaga og 6 gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju.