Fyrirspurn
Á fundi skipulagsstjóra 27. janúar 2011 var spurt hvort leyft yrði að breyta deiliskipulagi á þann hátt að stækkun kjallara um 58,3 ferm. sem byggð var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt og jafnframt að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur við einbýlishúsið á lóð nr. 15 við Dofraborgir. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. febrúar 2011.
Stækkun 58,3 ferm. samtals eftir stækkun 378 ferm., nýtingarhlutfall 0,45. Meðfylgjandi bréf eiganda dags. 15. janúar 2011 og bréf arkitekts dags. 24. janúar 2011.