Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. október 216 var lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar, mótt. 23. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 23 við Skipholt. Í breytingunni felst breytt fyrirkomulag á byggingum baklóðar. Í stað tveggja og þriggja hæða byggingar í norðurhluta lóðar verði heimiluð fjögurra hæða bygging auk kjallara og fjögurra hæða bygging á austurhluta lóðar verði felld niður, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar, ódags. Einnig lagðir fram skýringaruppdr., mótt. 14. desemnber 2016. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.