Viðbygging - svalir
Hrísateigur 15
Síðast Synjað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 849
10. desember, 2021
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 12. október 2021 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka stofur allra íbúða til suðurs, lengja svalir á 1. og 2. hæð að nýbyggingu, einangra að utan og klæða með bárujárni íbúðarhús nr. 15 við Hrísateig. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2021.
Stækkun: 40.3 ferm., 158.1 rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga á aðaluppdrætti samþykktum 6. desember 2005. Gjald kr. 12.100
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2021.