breyting á deiliskipulagi
Laufásvegur 68
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 636
16. júní, 2017
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn K.J. hönnunar ehf., mótt. 1. júní 2017, um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 68 við Laufásveg sem felst í færslu á byggingarreit lóðarinnar nr. 68 við Laufásveg um 4 metra til suðurs, að heimilt verði að halda áður gerðum svölum og geymslu undir svölum sem byggt var 2006 og samþykki á hæðarlegu á áður gerðum neðri palli, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 1. júní 2017. Einnig er lagt fram bréf Lögmanna Höfðabakka, dags. 16. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102722 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016572