breyting á deiliskipulagi
Laufásvegur 68
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 664
12. janúar, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. september 2017 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 28. júlí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi Smáragötureita vegna lóðar nr. 68 við Laufásveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur á suðurhlið byggingar þ.e. bakhlið er stækkaður úr 3 m. í 7 m. og heimilt verði að halda áður gerðum svölum og geymslu sem byggt var 2006. Einnig er óskað eftir samþykki á hæðarlegu á áður gerðum neðri palli, samkvæmt. uppdrætti KJ hönnunar, dags. 24. júlí 2017. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102722 → skrá.is
Hnitnúmer: 10016572