Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. september 2022 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti, innrétta 6 íbúðir á 2. hæð, innrétta geymslur í austurhluta 1. hæðar, breyta gluggum á báðum hliðum, gera svalir á götuhlið og gera flatt þak á bakhús og gera þar svalir og aðkomu fyrir íbúðir á 2. hæð húss á lóð nr. 6 við Brautarholt.