Fyrirspurn
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílageymslu, mhl.02, sem verður í eigu íbúðar 0201 í íbúðarhúsi nr. 12 við Básenda. Erindi var grenndarkynnt frá 4. febrúar 2020 til og með 3. mars 2020. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. desember 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. desember 2019. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2019. Stærðir: 35,0 ferm., 110,7 rúmm. Gjald kr. 11.200