Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. september 2017 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 30. ágúst 2017, um að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Freyjubrunn sem felst í að fjölga íbúðum úr 5 íbúðum í 8 íbúðir, auka byggingarmagn um 10 m2 til samræmis við samþykkta aðaluppdrætti frá 27. mars 2007 og endurútgefið byggingarleyfi frá 17. ágúst 2017 og fjölga bílastæðum um 2 stæði, samkvæmt uppdr. Mansard - teiknistofu ehf., dags. 28. ágúst 2017. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar, dags. 29. ágúst 2017. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2017.