Innrétta kjallara, taka í notkun lagnarými
Freyjubrunnur 3-5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 613
9. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar, mótt. 22. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst að færa þvottahús niður í kjallara, koma fyrir herbergi ásamt tveggja herbergja íbúð í kjallara, setja svalir og útitröppur beggja vegna parhússins og lækka, aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir og fjölga bílastæðin um eitt, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf., dags. 17. desember 2007 síðast breyttur 14. nóvember 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Fannars F. Bjarnasonar og Dagrúnar F. Liljarsdóttur, íbúar í Freyjubrunni 3, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Erindinu er vísað til meðferðar yfirstandandi vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi Úlfarsárdals.