Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. desember 2013 þar sem sótt er um leyfi til að færa þvottahús og fjarlægja eldvarnarvegg á milli geymslukjallara og íbúðar í mhl. 01 rými 0001, koma fyrir svölum á 1. hæð á íbúðum í mhl. 01 og 02 lækka og aðlaga lóð til samræmis við aðliggjandi lóðir og koma fyrir staðsteyptum útitröppum sitt hvoru megin við húsið á lóð nr. 3-5 við Freyjubrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. janúar 2014. Gjald kr. 9.000