Stækkun forbyggingar
Njálsgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 776
5. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar mótt. 10. október 2017 ásamt bréfi dags. 10. október 2017 um að stækka og hækka fremri húsið á lóð á lóð nr. 36 við Njálsgötu og halda bakhúsinu á lóðinni nr. 36b, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 10. október 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2018 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2018. Jafnframt er lagt fram bréf Brynjars Harðarsonar f.h. SV50 ehf. dags. 22. febrúar 2019 þar sem lögð er fram umsókn um uppbyggingu á lóðinni nr. 36 við Njálsgötu. Erindinu var frestað á fundi skipulagsfulltrúa og óskað var eftir að fyrirspyrjandi hefði samband við embættið. Einnig var haft samband við lóðarhafa/umbjóðanda sem var beðinn um að hafa samband við embættið. Samskipti hafa farið fram í gegnum tölvupósta og einnig hefur umsækjandi ásamt umbjóðanda komið á fundi með verkefnastjóra skipulagsfulltrúa og deildarstjóra deiliskipulags á skrifstofu skipulagsfulltrúa. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. júní 2020 samþykkt.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102411 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023400