Stækkun forbyggingar
Njálsgata 36
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 778
19. júní, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. apríl 2020 var lögð fram umsókn Kristján Ásgeirsson dags. 26. mars 2020 ásamt bréfi dags. 16. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.190.2, Njálsgötureits 2, vegna lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Í breytingunni felst fyrst og fremst að leiðrétta ósamræmi í gildandi deiliskipulagi hvað varðar uppbyggingarmöguleika lóðarinnar og staðfesting á að byggja megi við og hækka framhúsið nr. 36 að lóðarmörkum Njálsgötu 38 án þess að fjarlægja þurfi bakhúsið nr. 36B. Heildarfjöldi íbúða á lóð verður allt að 7 talsins, gera má ráð fyrir m.a. svölum, kvistum án þess að breyta þurfi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. ALARK arkitekta ehf. dags. 16. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 5. febrúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 5. júní 2020.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Njálsgötu 33, 33a, 34, 35, 35a, 37 og 38 og Bergþórugötu 9, 11 og 13, þegar uppfærðir uppdrættir berast embættinu.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102411 → skrá.is
Hnitnúmer: 10023400