Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, mótt. 17. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 3 við Hraunteig. Í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður til vesturs og hámarks byggingarmagn er skilgreint. Einnig að heimilt verði að rífa núverandi hús og byggja nýtt, sambyggja íbúðarhús og bílageymslu með tengibyggingu, gera svalir/þakveröld á henni og gera svalir til suðurs að götu, þak yfir þeim má fara allt að 2,7 m út fyrir byggingareit, samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf., dags. 4. janúar 2017. Tillagan var grenndarkynnt frá 27. janúar til og með 24. febrúar 2017. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Edda S. Holmberg og Jón Birgir Gunnarsson, dags. 2. febrúar 2017 og María Lind Jónsdóttir og Inga Hrund Daníelsdóttir, dags. 21. febrúar 2017, þar sem vísað er í sömu athugasemdir og Edda S. Holmberg og Jón Birgir Gunnarsson sendu inn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. mars 2017 og er nú lagt fram að nýju.