Lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur, mótt. 17. nóvember 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 3 við Hraunteig. Í breytingunni felst að hækka nýtingarhlutfall lóðarinnar og stækka byggingarreit til vesturs og sameina við bílgeymslu, setja svalir á þak bílgeymslu o.fl., samkvæmt uppdr. Ask Arkitekta ehf., dags. 14. nóvember 2016.
Svar
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.