Garðskáli - sólskáli
Fjólugata 13
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 390
13. apríl, 2012
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. apríl 2012 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja erindið BN038946 dags. 21 júlí 2009 þar sem sótt er um að byggja bílskúr, til að byggja nýtt anddyri á norðurhlið, koma fyrir nýjum gluggum á austurhlið kjallara, grafa frá kjallara og síkka glugga á vesturhlið og til að breyta innra skipulagi og gluggagerð einbýlishússins nr. 13 við Fjólugötu. Viðbygging: 18,3 ferm., 49,5 rúmm. Bílskúr: 38 ferm. 112,7 rúmm. Samtals stækkun: 56,3 ferm., 162,2 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 13.787
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Fjólugötu 11a og 15, Laufásvegi 44 og Sóleyjargötu 11 og 13.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102147 → skrá.is
Hnitnúmer: 10009910