Umsókn um byggingarleyfi - Sauna og salerni
Freyjugata 44
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 678
27. apríl, 2018
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. apríl 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskála sem verður að hluta til staðsteyptur og að hluta til úr gleri á lóð nr. 44 við Freyjugötu.
Undirritað bréf fylgir erindinu.
Samþykki frá meðeigenda nr. 44, samþykki hluta eiganda nr. 42 og samþykki frá hluta af eigendum Mímisvegar 8 fylgir. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. apríl 2018 fylgir erindinu, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. apríl 2018. Stærð garðskála er 40,0 ferm., 108,7 rúmm. Gjald kr. 11.000
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Freyjugata 42 og 46, Mímisvegi 6 og 8 og Barónsstíg 78 og 78A.
Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 8.1. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.

101 Reykjavík
Landnúmer: 102643 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010762