Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. ágúst 2019 var lögð fram fyrirspurn
VSÓ ráðgjafar ehf.
dags. 30. júlí 2019 ásamt bréfi Fagverks verktaka ehf. dags. 30. júlí 2019 um breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis á Esjumelum vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Kistumel sem felst í að heimilt verði að byggja og starfrækja malbikunarstöð á lóðinni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. ágúst 2019.