Breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús
Iðunnarbrunnur 6
Síðast Synjað á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 827
2. júlí, 2021
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. apríl 2021 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. apríl 2021 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN037193, þannig að innra skipulagi er breytt og innréttaðar eru tvær íbúðir, nýr inngangur settur á norðurhlið, bætt við hurð á vesturhlið 1. hæðar á sameiginlegt inntaksrými, bætt er við bílastæði framan við inngang og steyptum stoðvegg á norðvesturhluta lóðar ásamt því að stiga milli hæða var snúið um 180°°og þakgluggi og stigi frá svölum hafa verið felldir niður í tvíbýlishúsi á lóð nr. 6 við Iðunnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021.
Stækkun: 207 rúmm. Eftir stækkun, A-rými: 398,1 ferm., 1.431,6 rúmm. B-rými: 17,1 ferm. Samtals 415,2 ferm. Gjald kr. 12.100
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. júlí 2021, samræmist ekki deiliskipulagi.

113 Reykjavík
Landnúmer: 206078 → skrá.is
Hnitnúmer: 10079486