Á fundi skipulagsfulltrúa 15. ágúst 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. ágúst 2014 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjar svalir á suðvesturgafli, koma fyrir þaksvölum og skjólgirðingu ofan á geymsluskúr og reisa skjólvegg á lóðamörkum við einbýlishúsið á lóðinni nr. 26A við Bragagötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju. Sjá erindi BN035456 sem samþykkt var 29. ágúst 2007. Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda dags. 23. maí 2014 og samþykki nágranna á nr. 24 og 26 dags. 23. maí 2014. Gjald kr 9.500
Svar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bragagötu 24, 26, 28 og Haðarstíg 4 og 6 þegar lagfærður uppdráttur berst skipulagsfulltrúa.